Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Eyktar ehf.

Fréttir

7.5.2020

Ţorpiđ vistfélag, Gufunesi

Gufunes aðalmynd 150Eykt skrifaði undir samning um byggingu að nýjum íbúðarhúsi í nýju hverfi í Gufunesi í Reykjavík. Framkvæmdir hefjast næstu daga og byggt verður upp í áföngum. Í fyrsta áfanga eru 45 íbúðir, 41 íbúð í öðrum áfanga og 51 íbúð í þeim þriðja.

Byggð þorpsins í Gufunesi er brotin upp í þriggja til fimm hæða þyrpingu íbúðarhúsa með alls 137 íbúðum. Um er að ræða 5 íbúðarhús, 3ja hæða í suðurhluta og 4ra hæða í vestur- og miðhluta og 5 hæða í austurhluta lóðarinnar.

Stefnt er að því að afhenda fyrstu íbúðirnar í maí á næsta ári og gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki vorið 2022. 

17.2.2020

Leikskóli Engjaland 21, Árborg

nr5Eykt átti lægsta tilboð að nýjum sex deilda leikskóla við Engjaland á Selfossi. Verkið felst í að steypa og fullgera að utan og innan 1.111,9 m² leikskólahúsnæði, ásamt þremur smáhýsum samtals 42m². Lóð er 7.050 m² og skilast fullfrágengin með leiktækjum.

Verkið verður skilað í tveimur áföngum, miðkjarna og deildum í vestur enda hússins ( deildir yngri barna ) ásamt vesturhluta lóðar og bílastæðis í febrúar 2021. Gert er ráð fyrir að leikskólinn verði tekin í notkun að fullu í júlí 2021.

25.11.2019

Hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg, Selfossi

aðal árborg 150Framkvæmdasýsla ríkisins og Sveitarfélagið Árborg hafa samþykkt að ganga til samninga við Eykt ehf um byggingu hjúkunarheimilis sem rísa mun á Selfossi. Fyrsta skóflustungan var tekin 22. nóvember, 2019. Um er að ræða heildarframkvæmd, allt frá jarðvinnu að fullkláruðu húsi og lóðarfrágangi. Hjúkrunarheimilið er hannað með 60 hjúkrunarrýmum ( einkarýmum) og er um að ræða hringlaga byggingu á tveimur hæðum, með inngarði í miðju hringsins. Tvö stiga-og lyftuhús verða í byggingunni. Við hönnunina var lögð áhersla á vistvæna hönnun og stefnt að því að fá vottun skv. BREEAM, alþjóðlegu umhverfisvottunarkerfi fyrir byggingar. Brútto flötur byggingar: 4050 m², auk þriggja loftræsisrýma á þaki, alls 4.129

Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við hjúkrunarheimilið ljúki sumarið 2021 og að hægt verði að taka það í notkun með haustinu sama ár.

15.11.2019

Brú viđ Sultartangavirkjun

mynd aðal Verið er að ljúka við að byggja nýja stálbitabrú fyrir Landsvirkjun við frárennslisskurð í Sultartangavirkjun ofan við Búrfellsstöð í Skeiða og Gnúpverjahrepp, staðsett um 100 metrum ofar en gamla brúin og mun hún koma í stað gömlu brúarinnar. Nýja brúin er 33 metrar á lengd og 8 metrar á breidd. Áætlað er að smíði brúarinnar ljúki í nóvember 2019.

15.11.2019

Silfratjörn 2 í Úlfarsárdal í Reykjavík

silfur aðalÁ lóðinni Silfratjörn 2 eru hafnar byggingaframkvæmdir á fjórum fjölbýlishúsum með alls 82 íbúðum fyrir íbúðafélagið Bjarg. Fyrstu íbúðir verða afhentar í september 2020.

A) Skyggnisbraut 25 = 19 íbúðir 

B) Skyggnisbraut 27 = 19 íbúðir

C) Gæfutjörn 22 = 19 íbúðir

D ) Silfratjörn 2 / Gæfutjörn 20 = 25 íbúðir 

  

2.4.2019

Grunnskóli Dalshverfi Reykjanesbć

Ný matur Eykt hefur tekið að sér nýbyggingu grunnskóla í Reykjanesbæ.

Stapaskóli er heildstæður skóli, leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli, frístundaskóli og félagsmiðstöð. Fjöldi nemenda við fullsetin skóla verður um 500 nemendur.

Skólinn er á tveimur hæðum auk tæknikjallara og tæknirýmis sem helst til þriðju hæðar. Skólinn er byggður upp sem fjórar tveggja hæða kennslutvenndir auk stoðrýma, almennra svæða, matsalar, fjölnota salar og bókasafns. Heildarstærð skólans er um 7.700 m2 og stærð skólalóðar er um 33.300 m2

Áætlað er að fyrsti áfangi skólans verði tekin í notkun haustið 2020.Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Information in English

Mynd