Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Eyktar ehf.

Eykt ehf.

ÞEKKINGARFYRIRTÆKI Í BYGGINGARIÐNAÐI.

 

Hlutverk 

Hlutverk Eyktar er að byggja vönduð hús og önnur mannvirki sem umgjörð um daglegt líf og atvinnurekstur. 

Framtíðarsýn og stefna

Að byggja upp öflugt þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði, fylgja þróun byggingarmarkaðarins og efla þjónustu. Gæðaráð Eyktar skuldbindur sig til að vinna að stöðugum umbótum á gæðakerfinu í samræmi við þróun fyrirtækisins. Gæðaráð uppfærir gæðakerfið í samræmi við viðeigandi kröfur, breytingar á lögum og reglugerðum.

Ábyrgð

Stjórnendur Eyktar tryggja framgang gæðastefnu og markmiða fyrirtækisins með því að leggja fram mannauð og fjármuni, sem til þarf.

Skilgreiningar

Ytri viðskiptavinir eru fyrirtæki, einstaklingar eða stofnanir sem með einhverjum hætti þiggja vöru eða þjónustu af Eykt.

Innri viðskiptavinir eru starfsfólk Eyktar sem leggja til kunnáttu sína og vinnu í verkefni og framkvæmdir fyrirtækisins sem fyrirtækið selur til ytri viðskiptavina sinna eða notar sjálft, svo og keðja fyrirtækja og fólks sem vinnur með Eykt að verðmætasköpun.

  • Eykt ætlar að vera í fremstu röð byggingarfyrirtækja landsins og tryggja með markvissu gæðakerfi og besta búnaði að afhent vara sé ávallt í samræmi við skilgreindar gæðakröfur félagsins,
  • Eykt vill aðlaga framleiðslu sína og þjónustu að þörfum viðskiptavina sinna með stöðugum umbótum,
  • Eykt mun viðhalda sem best heilbrigði starfsmanna sinna og tryggja ávallt öryggi þeirra á vinnustað.

 

 


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Information in English

Mynd