Hagkvæmar og rúmgóðar íbúðir á frábærum stað í Hafnarfirði. Friðsæld og stórkostleg náttúrufegurð í skotfæri við skóla og íþróttaaðstöðu, verslun og þjónustu.

Eykt byggir sex fjölbýlishús á spennandi stað í jaðri Hafnarfjarðar. Íbúðirnar verða 2-4 herbergja, frá rúmgóðum smáíbúðum að 125 m2 íbúðum með þrem svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Staðsetningin hentar sérlega vel fyrir barnafólk, útivistarfólk og alla sem vilja njóta tengsla við óspillta náttúru án þess að fórna þægindum og greiðum aðgangi að fjölbreyttri verslun og þjónustu.

Byggt fyrir Varmárbyggð ehf.
Hönnun T.Ark
Fjöldi íbúða 154
Stærðir 2-4 herbergi, 58-125 m²
Bílastæði 194 (154 í kjallara, 40 á lóð)
Áætluð afhending 2024

Endalausir möguleikar til útivistar

Íbúar við Áshamar njóta einstakrar útivistarperlu sem nær upp að dyrum á nýja heimilinu. Hafnarfjarðarbær hefur lagt mikla áherslu á vandað og víðtækt net frábærra gönguleiða sem tengja Ástjörn og Hvaleyrarvatn, Kaldárbotna, Helgafell og ótal fleiri magnaða staði þar sem má njóta ósnortinnar náttúru rétt við bæjardyrnar.