Eykt ehf. vill ráða kraftmikla einstaklinga í fjölbreytt verkefni. Við leitum eftir tækniteiknara eða einstaklingi með kunnáttu og færni í að nýta möguleika BIM og upplýsingatækni á sviði hönnunar og framkvæmda.
Starfið krefst kunnáttu og færni í helstu forritum fyrir tví- og þrívíða teikningagerð, auk þekkingar á helstu stöðlum og teiknireglum. Einstaklingar með metnað, hæfni og góða skipulagshæfileika njóta sín í þessu starfi og reynsla er kostur.
Upplýsingar um umsækjanda
Eykt ehf. leitar eftir verkefnisstjóra til starfa við stjórnun framkvæmda á vegum félagsins. Verkefnisstjórar eru hluti af stjórnendateymi Eyktar.
Helstu verkefni:
• Stjórn innkaupa og samningagerð við undirverktaka og birgja
• Gerð og umsjón verk- og kostnaðaráætlana
• Reikningagerð og uppgjör verka
Menntun og hæfni:
• Byggingaverkfræðingur, byggingatæknifræðingur eða byggingafræðingur
• Hæfni í notkun helstu stjórntækja við áætlanagerð
• Hæfni til samvinnu og jákvæðra samskipta
Eykt vill ráða í starf verkstjóra.
Helstu verkefni:
• Dagleg verkstjórn og skipulag verkefna
• Starfsmannahald og skipulag aðfanga
• Eftirfylgni með gæðakerfi Eyktar
Menntun og hæfni:
• Hæfni til samvinnu og jákvæðra samskipta
• Meistararéttindi í húsasmíði kostur
• Skipulag og agi í vinnubrögðum
Við erum alltaf að leita að nýju og kraftmiklu liðsfólki í okkar frábæra hóp! Ekki hika eitt augnablik við að hafa samband og segja okkur hvað þú hefur fram að færa – og við förum að sjálfsögðu með allt slíkt sem trúnaðarmál.
Stefna Eyktar er að gætt skuli fyllsta jafnréttis óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.
Markmið Eyktar er að hafa yfir að ráða hæfu, áhugasömu og vel þjálfuðu starfsfólki í samræmi við starfsemi fyrirtækisins.
Upplýsingar um umsækjanda/Enter your personal information.