Þriðjudaginn 28. maí 2013 var Eykt lægstbjóðandi í útboði Vegagerðarinnar í brú á Hringvegi (1-b2) um Múlakvísl . Vegagerðin bauð út smíði brúar á ásamt vegtengingum og gerð varnargarðs vestan aðalfarvegar. Framkvæmdin er á Hringvegi (1), í Mýrdalshreppi, Vestur-Skaftafellssýslu. Verkið felst í smíði nýrrar brúar yfir Múlakvísl, tengingu brúarinnar við Hringveginn og gerð varnargarðs beggja vegna Hringvegarins vestast í farvegi árinnar.