Öryggi og heilsa

  • Markmið Eyktar er ávallt að skapa slysalausan vinnustað.
  • Ábyrgð stjórnenda er skýr og starfsfólk veit að öryggi þess hefur ávallt forgang.
  • Starfsumhverfi á að vera öruggt fyrir starfsfólk og aðra aðila sem tengjast starfsemi Eyktar.
  • Starfsfólki skal tryggð nauðsynleg þjálfun í öryggismálum og vinnuvernd.
  • Við vinnum að stöðugum umbótum í öryggis-, heilsu- og vinnuverndarmálum.
  • Við fylgjum lögum og reglugerðum um heilsu-, öryggis- og vinnuumhverfismál sem varða starfsemi fyrirtækisins.
  • Við hvetjum starfsfólk til að bera ábyrgð á eigin öryggi og að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra óhöpp.

Jafnrétti og sanngirni

  • Starfsfólk skal njóta sömu launa og kjara fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf, óháð kyni.
  • Starf sem laust er til umsóknar skal standa öllum opið, óháð kyni.
  • Lögð er áhersla á að starfsþjálfun og endurmenntun standi öllu starfsfólki til boða, óháð kyni.
  • Lögð er áhersla á að starfsfólk geti samræmt vinnutíma og fjölskyldulíf eins og kostur er.
  • Starfsfólki skal auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna brýnna fjölskylduaðstæðna.
  • Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni eru ekki liðin á vinnustaðnum.