Eykt hefur náð þeim áfanga að allir helstu þættir í starfsemi fyrirtækisins eru vottaðir skv. BSI stöðlum: Gæðastjórnun, öryggis- og heilsumál, jafnrétti í launum og umhverfismál.

Gæðavottun Eyktar skv. ISO 9001  staðlinum tryggir að öll verk okkar eru unnin í samræmi við skýr gæðaviðmið og þurfa að standast skoðun í úttektum sem gerðar eru reglulega. Öryggisvottun skv. ISO 45001 gerir kröfu um að öryggismál og heilsa starfsfólks sé ávallt í fyrirúmi á öllum framkvæmdasvæðum fyrirtækisins.

Umhverfisvottun Eyktar skv. ISO 14001 staðlinum þýðir að allir helstu þættir í verkferlum fyrirtækisins hafa verið greindir með tilliti til umhverfisáhrifa og fyrirtækið er í stakk búið til að fylgjast með eigin umhverfisáhrifum og gera stöðugar umbætur á því sviði. Á hverju ári er umhverfiskerfi okkar tekið út og er því í stöðugri þróun.

Eykt hefur einnig fengið jafnlaunavottun í samræmi við kröfur ÍST 85:2012, sem er einn liður í jafnréttisáætlun fyrirtækisins. Í jafnréttisáætluninni kemur fram að ,,starfsfólk njóti sömu launa og kjara fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf, óháð kyni‘‘.