Framkvæmdir við Skógarveg 12-14 í Reykjavík ganga samkvæmt áætlun. Nú þegar eru 8 íbúðir af 33 seldar. Nú er unnið í steypuvinnu og lýkur henni í byrjun desember. Ísetningu glugga og uppsetning klæðninga hefst seinnipartinn í október. Byggingin er fjölbýlishús á þremur og fjórum hæðum auk kjallara og bílageymslu. Tólf íbúðir eru á hæðum 1-3 og níu íbúðir á 4. hæð. 33 íbúðir eru í húsinu og 33 bílastæði, jafnmörg íbúðum hússins. Áætlað er að afhending íbúða hefjist í september 2016.