Eykt setur sér mælanleg markmið í öryggis-, heilsu- og umhverfismálum og stefnir að því að gera sífellt betur.
GÆÐI
- Við veitum viðskiptavinum umsamda þjónustu á umsömdum tíma.
- Verklagsreglum í gæðahandbókinni er framfylgt og haldið við.
- Starfsemin er skilvirk og hagkvæm.
- Þekkingu og reynslu starfsfólks á að auka og varðveita.
- Við vinnum stöðugt að úrbótum á öllum sviðum og gerum sífellt betur.
ÖRYGGI OG HEILSA
- Markmið Eyktar er ávallt að skapa slysalausan vinnustað.
- Ábyrgð stjórnenda er skýr og starfsfólk veit að öryggi þess hefur ávallt forgang.
- Starfsumhverfi á að vera öruggt fyrir starfsfólk og aðra aðila sem tengjast starfsemi Eyktar.
- Starfsfólki skal tryggð nauðsynleg þjálfun í öryggismálum og vinnuvernd.
- Við vinnum að stöðugum umbótum í öryggis-, heilsu- og vinnuverndarmálum.
- Við fylgjum lögum og reglugerðum um heilsu-, öryggis- og vinnuumhverfismál sem varða starfsemi fyrirtækisins.
- Við hvetjum starfsfólk til að bera ábyrgð á eigin öryggi og að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra óhöpp.
UMHVERFI
- Eykt leggur áherslu á umhverfismál á öllum starfsstöðvum sínum.
- Lögum og reglum um umhverfismál er fylgt í allri starfsemi fyrirtækisins.
- Við drögum eins og kostur er úr útblæstri gróðurhúsaloftegunda með góðu viðhaldi á tækjabúnaði.
- Við nýtum innlenda, endurnýjanlega orkugjafa þar sem að hægt er að koma því við.
- Eykt leitast við að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og taka mið af umhverfisáhrifum við innkaup á rekstrarvörum og þjónustu.
- Við flokkum allan úrgang, endurnýtum það sem hægt er, endurvinnum það sem mögulegt er og að förgum öðrum úrgangi á ábyrgan hátt.
- Við miðlum upplýsingum um frammistöðu í umhverfismálum til starfsfólks og verkkaupa.
- Eykt fræðir starfsfólk í umhverfismálum.