Framkvæmdasýsla ríkisins og Sveitarfélagið Árborg hafa samþykkt að ganga til samninga við Eykt ehf um byggingu hjúkunarheimilis sem rísa mun á Selfossi. Fyrsta skóflustungan var tekin 22. nóvember, 2019. Um er að ræða heildarframkvæmd, allt frá jarðvinnu að fullkláruðu húsi og lóðarfrágangi. Hjúkrunarheimilið er hannað með 60 hjúkrunarrýmum ( einkarýmum) og er um að ræða hringlaga byggingu á tveimur hæðum, með inngarði í miðju hringsins. Tvö stiga-og lyftuhús verða í byggingunni. Við hönnunina var lögð áhersla á vistvæna hönnun og stefnt að því að fá vottun skv. BREEAM, alþjóðlegu umhverfisvottunarkerfi fyrir byggingar. Brútto flötur byggingar: 4050 m², auk þriggja loftræsisrýma á þaki, alls 4.129 m².
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við hjúkrunarheimilið ljúki sumarið 2021 og að hægt verði að taka það í notkun með haustinu sama ár.
Hönnuðir hjúkrunarheimilisins eru Urban arkitektar og LOOP.