Eykt átti lægsta tilboð að nýjum sex deilda leikskóla við Engjaland á Selfossi. Verkið felst í að steypa og fullgera að utan og innan 1.111,9 m² leikskólahúsnæði, ásamt þremur smáhýsum samtals 42m². Lóð er 7.050 m² og skilast fullfrágengin með leiktækjum.

Verkið verður skilað í tveimur áföngum, miðkjarna og deildum í vestur enda hússins ( deildir yngri barna ) ásamt vesturhluta lóðar og bílastæðis í febrúar 2021. Gert er ráð fyrir að leikskólinn verði tekin í notkun að fullu í júlí 2021.