Byggingu stærsta hótels landsins lokið

Eykt 09.06.2015

Eykt hefur lokið við að byggja Fosshótel við Höfðatorg sem er stærsta hótel landsins. Hótelið var opnað mánudaginn 1. júní 2015. Framkvæmdir við bygginguna hófust í nóvember 2013.

Hótelið er 16 hæða hátt með tvær hæðir til viðbótar neðanjarðar, alls 17 þúsund fermetrar. Á þessu 4 stjörnu hóteli eru 320 herbergi, sjö svítur á efstu hæð og þrír fyrsta flokks fundarsalir á annarri hæð. Á hótelinu er einnig fyrsta flokks veitingastaður sem tekur rúmlega 200 manns í sæti og bjórgarður á jarðhæð.