Nýr framkvæmdastjóri hjá Eykt

Eykt 25.09.2015

Páll Daníel Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eyktar. Páll hefur þegar tekið við starfinu af Pétri Guðmundssyni stjórnarformanni og eiganda Eyktar. Páll hefur starfað hjá Eykt í 15 ár, síðast sem sviðsstjóri framkvæmdasviðs.