Skóflustunga fyrir nýtt bílastæða- og tæknihús, Nýja Landspítala

Eykt 07.06.2022

Fyrsta skóflustunga var tekin þann 19. maí 2022 að nýju bílastæða- og tæknihús við Hringbraut sem er hluti af Hringbrautarverkefni Nýja Landspítala. Skóflustungan var tekin í samstarfi heilbrigðisráðherra og Eykt ehf., þau sem tóku fyrstu skólfustunguna voru Pétur Guðmundsson stjórnarformaður Eykt ehf., Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Rannveig Rúnarsdóttir frá LSH og Þórana Elín Dietz frá HÍ.

Nýja húsnæðið verður um 13.000 fermetrar að stærð, 5 hæðir ásamt 3 hæðum neðanjarðar fyrir bílastæði. Nú þegar er byrjað að grafa fyrir byggingunni og eru áætluð verklok seinni hluta 2024.