Samningur undirritaður vegna reiðhallar Sörla

Eykt 05.12.2022

Þann 29. nóvember var undirritaður samningur um reiðhöll fyrir Hestamannafélagið Sörla.

Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar Rósa Guðbjartsdóttir undirritaði samninginn fyrir hönd verkkaupa og Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar fyrir hönd verktaka.

Á myndinni eru Helga Ingólfsdóttir, formaður starfshóps um framkvæmdir og uppbyggingu á athafnasvæði Hestamannafélagsins Sörla, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri, Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri og Atli Már Ingólfsson, stjórnarformaður hestamannafélagsins.

Áætlað er að hefja framkvæmdir í apríl 2023