Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Eykt 08.04.2015

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu húss fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Áætlað er að byggingin verði um 4000 m² , en þar af er um 1000 m² bílageymsla neðanjarðar. Byggingin mun rísa á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu í Reykjavík og munu göng undir Suðurgötu tengja bygginguna við Háskólatorg.