Verkefni

Hagkvæmni, vandaður undirbúningur, gott skipulag og góð samskipti við verkkaupa eru leiðarljós Eyktar við vegagerð og brúarsmíði. Vönduð og vel hönnuð umferðarmannvirki auka öryggi um leið og þau greiða leið vegfarenda á allskonar farartækjum – eða tveimur jafnfljótum.

Nýr Landspítal

2020 – 2025/2026

Uppsteypa 58.000 m2 meðferðarkjarna við nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík.

Bolafjall

2022

Útsýnispallur á þverhníptum hamri Bolafjalls með stórbrotnu útsýni yfir Ísafjarðardjúpið.

Þorpið Vistfélag

2022

Hagkvæmar og vistvænar íbúðir með deililausnum og samvinnu íbúa.

Höfðatorg

2007 – 2022

Skrifstofur, íbúðir, hótel, verslanir og veitingastaðir í glæsilegum miðborgarkjarna.

að verkefninu →

Námsmannaíbúðir við Klausturstíg

2021 – 2022

Íbúðir fyrir Byggingafélag námsmanna við Klausturstíg í Grafarholti

Veröld Vigdísar

2017

Veröld við Brynjólfsgötu 1 á Háskólasvæðinu hýsir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, kennslurými og skrifstofur.

Fosshótel Reykjavík

2015

Stærsta hótel landsins með 320 herbergi og glæsilegu útsýni til allra átta.

Framhaldsskólinn í Mosfellssbæ

2014

Vistvænasti framhaldsskóli landsins fyrir 500 nemendur í Mosfellssbæ.

Katrínartún 2

2009

Turninn á Höfðatorgi er hæsta skrifstofubygging Reykjavíkur og glæsileg umgjörð fjölda fyrirtækja á um 23.500 m2.

Svartsengi

2008

Orkuver 6 í Svartsengi á Reykjanesi er 30 MW jarðvarmaver með einni vélasamstæðu.

Reykjanesbraut

2008

Breikkun Reykjanesbrautar og 10 brýr yfir mislæg gatnamót á einum fjölfarnasta þjóðvegi landsins.

Borgartún 8-16

2007

Skrifstofur Reykjavíkurborgar, ásamt veitingum og þjónustu á jarðhæð.

Göngubrýr yfir Hringbraut

2005 – 2007

Göngubrýr yfir Njarðargötu og Hringbraut leysa samgönguleiðir gangandi og hjólandi vegfarenda. Lengsta brúin er um 169 m.

að verkefninu →

Reykjanesvirkjun

2006

100MW jarðgufuvirkjun skammt frá Reykjanesvita.

Laugardalshöll

2005

Ný íþrótta- og sýningarhöll við Laugardalshöll, stálgrindarhús með steyptum kjarna. Um 9.800 m2 með 5.000 m2 sal fyrir frjálsar íþróttir og sýningar.

Kolgrafarfjörður

2004

Brúin yfir Kolgrafarfjörð er 230 m löng og dýpsti hluti hennar 6 m undir sjó. Verkinu var skilað ári á undan áætlun.

Arion banki

2004

Höfuðstöðvar Arion banka eru rúmlega 10.000 m2 skrifstofuhúsnæði í hæsta gæðaflokki.

Lyngháls 4

2002/2019

Skrifstofu- og verslunarhúsnæði við Lyngháls í Reykjavík. Byggt 2002 en stækkað og endurbætt 2019.

Íslensk Erfðagreining

2001

Sérhæft rannsókna- og skrifstofuhúsnæði fyrir stærsta líftæknifyrirtæki landsins.

Grafarvogskirkja

2000

Fjölmennasta sókn landsins vígði kirkjuna árið 2000. Kirkjan er klædd marmara innan jafnt sem utan.

Sætún 1

2000

Húsnæði Eflingar, ASÍ, Gildi lífeyrissjóðs og fleiri aðila. 4.000 m2 ásamt 1.600 m2 bílageymslu.

Höfðaborg

2000

8.700 m2 skrifstofubygging við Borgartún 21, sem hýsir m.a. Menntasjóð námsmanna, Ríkissáttasemjara, Þjóðskrá og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Melaskóli

1999

Viðbygging við Melaskóla í vesturbæ Reykjavíkur.