Höfðatorg í Reykjavík er stærsta þróunarverkefni Eyktar til þessa. Um 85.000 m
Fyrsta byggingin sem reis á Höfðatorgi er Borgartún 8-16, sem hýsir meginhluta skrifstofustarfsemi Reykjavíkurborgar, auk matsölustaðar og kaffihúss. Byggingin er um 14.000 m2 á sjö hæðum og rúmar yfir 700 starfsmenn borgarinnar, fjölbreytt rými fyrir móttökur og fundi, auk mötuneytis starfsfólks á þakhæð. Á jarðhæð eru þjónustuver borgarinnar, vinsælt kaffihús og fleira.
Hæsti skrifstofuturninn á Höfðatorgi er rúmlega 80 metra hár og einkennist af súlulausum rýmum með stórkostlegu útsýni yfir borgina og sundin. Skrifstofur voru innréttaðar eftir þörfum og kröfum notendanna, sem er fjölbreytt flóra fyrirtækja á ólíkum sviðum. Á jarðhæð tengist turninn aðliggjandi byggingum og útisvæði á torginu sjálfu í björtu og glæsilegu fordyri.
Nýjasta fullbúna byggingin á Höfðatorgi er glæsileg íbúðabygging við Bríetartún 9-11. Tveir turnar, sjö og tólf hæðir með 94 glæsilegum íbúðum gera Höfðatorg að mögnuðum stað að búa á. Verslunar- og þjónusturými eru á jarðhæð og í kjallara eru geymslur og sameiginleg rými, þ.m.t. hjóla- og vagnageymsla, tæknirými, lagerrými fyrir verslun og þjónustu og 17 lokuð einkabílskýli. Í húsinu eru tvö stiga- og lyftuhús með tveimur lyftum í hvoru lyftuhúsi, þar af ein bruna- og öryggislyfta. Byggingarnar tengjast öðrum byggingum á Höfðatorgi um bílakjallara.
Fosshótel Reykjavík er stærsta hótel landsins með 320 herbergi og glæsilegu útsýni til allra átta. Á efstu hæð eru sjö svítur og þrír fyrsta flokks fundarsalir eru á 2. hæð. Á hótelinu er einnig fyrsta flokks veitingastaður sem tekur rúmlega 200 manns í sæti, bjórgarður og líkamsrætkarstöð.