Þann 29. nóvember var undirritaður samningur um reiðhöll fyrir Hestamannafélagið Sörla.
Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar Rósa Guðbjartsdóttir undirritaði samninginn fyrir hönd verkkaupa og Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar fyrir hönd verktaka.
Á myndinni eru Helga Ingólfsdóttir, formaður starfshóps um framkvæmdir og uppbyggingu á athafnasvæði Hestamannafélagsins Sörla, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri, Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri og Atli Már Ingólfsson, stjórnarformaður hestamannafélagsins.