Dagmara Adamsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Eyktar ehf. Um er að ræða nýja stöðu hjá félaginu en hjá Eykt starfa um 180 manns.
Dagmara hefur víðtæka reynslu af stjórnun og mannauðsmálum. Hún starfaði áður m.a. sem mannauðsstjóri hjá Borgarverki og sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Hrafnistu í Reykjavík. Hún er með BS gráðu í viðskiptafræði og mastersgráðu í forystu og stjórnun með sérstaka áherslu á mannauðsstjórnun.
Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Eyktar á undanförnum árum, en að sama skapi hefur verið lögð mikil vinna í uppbyggingu innviða fyrirtækisins, og er ráðningin mikilvægur þáttur í því ferli. „Það er okkur starfsfólki Eyktar mikil ánægja að fá Dagmöru til starfa og við erum þess fullviss að hún muni enn frekar styðja við áframhaldandi uppbyggingu félagsins með áherslu á mannauðsmál“ segir Páll Daníel Sigurðsson, framkvæmdastjóri Eyktar.