Þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði

Hlutverk Eyktar er að byggja vönduð mannvirki sem umgjörð um daglegt líf og atvinnurekstur. Við byggjum upp og þróum til framtíðar öflugt þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði, fylgjum þróun byggingarmarkaðarins og eflum þjónustu í markvissum skrefum.

Alhliða verktakar í fremstu röð

Eykt ehf. er alhliða verktakafyrirtæki sem hefur skipað sér í fremstu röð slíkra fyrirtækja á Íslandi. Á 35 ára ferli höfum við öðlast víðtæka reynslu af öllum gerðum verkefna sem spanna allt frá flóknum framkvæmdum í þrengslum miðborgarinar að erfiðisvinnu við óblíðar aðstæður á fjöllum og í straumhörðum fjörðum. Við tökum virkan þtt í stærri útboðum en leggjum ekki síður áherslu á eigin þróunarverkefni.

Nafn: Eykt ehf.
Stofnár 1986
Fjöldi starfsfólks: 220
Eigandi Pétur Guðmundsson

Fyrstu árin var Eykt verktaki og undirverktaki í misstórum verkum. Með árunum fór hlutur eigin verkefna vaxandi og allt frá um 2000 hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á þróun eigin verkefna, þar sem skipulag, hönnun, framkvæmd og eignarhald mynda órofa heild. Fyrsta stórverkefnið af þessu tagi er Höfðatorg í Reykjavík, sem hefur verið í þróun og uppbyggingu frá árinu 2001 og er umfangsmesta verkefni sinnar tegundar á Íslandi. Á Höfðatorgi er nú að rísa síðasta stórbyggingin í klasanum, sem mun hýsa nýjar höfuðstöðvar Ríkisskattstjóra.

Sendu okkur línu!

Við reynum að svara öllum erindum og spurningum eins fljótt og vel og við getum.

Traust starfsfólk með bestu fáanlegu kunnáttu á sínu svið er lykillinn að velgengni Eyktar. Við viljum vera eftirsóttur vinnustaður og halda starfsmannaveltu vel innan eðlilegra marka, hvort sem er meðal handverksfólks eða annarra sérfræðinga á þeim mörgu sviðum sem snerta starfsemina. Góður starfsandi, traust reynsla og stuttar boðleiðir skila sér í vönduðu verki og skilvirkum vinnubrögðum.