Markmiðið:
að vera til
fyrirmyndar

Eykt er umhverfisvottað fyrirtæki skv. staðlinum ISO 14001. Árlega er gerð úttekt á þeim ferlum í starfsemi okkar sem snúa að umhverfismálum og við erum stöðugt að þróa okkur og bæta.

Markmið Eyktar er að stuðla almennt að minni hráefnisnotkun og minnka úrgangsmyndun, ásamt því að hafa eins lítil áhrif á umhverfið og kostur er. Með aukinni umhverfisvitund nýtum við hráefni betur, bætum öryggi á vinnustað og skipulag við vinnuna, jafnframt því að starfa í sífellt betri sátt við umhverfið.

Minni umhverfisáhrif

Skýr markmið
í umhverfismálum

Markmið Eyktar er að stuðla almennt að minni hráefnisnotkun og minnka úrgangsmyndun, ásamt því að hafa eins lítil áhrif á umhverfið og kostur er. Öll svæði eru metin í upphafi framkvæmda og verk skipulögð með það fyrir augum að lágmarka rask og skemmdir. Þegar taka þarf trjágróður er hann gróðursettur á nýjum stað eða varðveittur í starfsstöð Eyktar til nota síðar.

Allt sorp sem fellur til á vinnusvæði er flokkað og óskað er eftir því við undirverktaka og birgja að flytja ekki aðrar umbúðir inn á vinnusvæði en þær sem þarf til að verja vöruna sem notuð verður við framkvæmdina. Einnig er lögð áhersla á að innleiða pappírslausa starfsemi eins og kostur er. Eykt krefst þess að drepið sé á öllum vinnutækjum sem ekki eru í notkun innan svæðis til að minnka útblástur CO₂.

Umhverfið

Stefna okkar
felur í sér:

  • Að þjálfa starfsfólk og hvetja til þess að vinna að og hafa umhverfismál í huga alla daga.
  • Að miðla upplýsingum til starfsmanna og verkkaupa um frammistöðu í umhverfismálum og kolefnislosun.
  • Að setja mælanleg markmið í umhverfismálum og stefna á að gera sífellt betur.
Endurnýting og endurvinnsla

Verðlaun fyrir góðan árangur

Fyrir árið 2022 fékk Eykt umhverfisverðlaun frá Terra umhverfisþjónustu fyrir framúrskarandi, markvissan og eftirtektarverðan árangur og ábyrga stefnu í umhverfismálum.

Eykt gerir kröfur um endurnýtingar- og endurvinnsluhlutfall og skráningu kolefnaspors í samstarfi við Terru, sem skilar upplýsingum í rauntíma um hvernig við stöndum í lágmörkun og flokkun úrgangs og spilliefna með því að gefa upp magn hvers flokks og hlutfall heildarendurvinnslu. Einnig kemur þar fram fjöldi ferða, akstur í kílómetrum og meðaleyðsla hvers bíls, svo auðvelt er að reikna út kolefnisspor af akstrinum.

0 %

af úrgangi til
endurvinnslu 2022

0 %

af úrgangi til
endurvinnslu 2021

umhverfisvænar byggingar

BREEAM vottunarkerfið

BREEAM vottunarkerfinu er ætlað að hvetja til umhverfislega betri hönnunar á byggingum, betri umhverfisstjórnunar á verktíma og vistvænni rekstrartíma byggingarinnar. Áhersla er lögð á þætti sem stuðla að heilsusamlegra umhverfi fyrir notendur byggingarinnar með bættri hljóðvist, heilnæmu efnisvali, birtugæðum og fleiri þáttum.

Með BREEAM eru skilgreindar kröfur og viðmið á mörgum sviðum sem hönnuðir, byggingaraðilar og rekstraraðilar taka að sér að uppfylla. BREEAM veitir svigrúm og hvetur til þess að leitað sé nýrra leiða til að útfæra og uppfylla kröfurnar á þann hátt sem hentar fyrir hverja byggingu. Kröfurnar eru sífellt í endurskoðun sem leiðir til framþróunar í mannvirkjagerð.

Eykt hefur lokið sjö BREEAM verkefnum: Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ, Veröld Vigdísar, Skrifstofum Verkís, höfuðstöðvum Eflu við Lyngháls 4, Urriðaholtsskóli, Hjúkrunarheimili í Árborg og Katrínartún 6. Í vinnslu eru tvö BREEAM verkefni: Flugvellir 1 og Meðferðarkjarni Landspítalans, einnig verður Dalvegur 30 BREEAM in use vottaður.

Norræn umhverfisvottun

Svanurinn

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Meginmarkmið Svansvottunar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga, sporna við hnattrænni hlýnun og vernda heilsu þeirra sem koma að verkinu á framkvæmdartíma sem og þeirra sem nota bygginguna eftir að hún er tekin í notkun.

Við uppbyggingu á Svansvottuðu húsnæði eru m.a. gerðar kröfur um litla orkunotkun, notkun á skaðlegum efnum er ekki leyfileg, góð innivist og hljóðvist, gæðastjórnun í byggingarferlinu, rekstrar- og viðhaldsáætlun fyrir líftíma byggingar.

Eykt hóf uppbyggingu á fyrsta Svansvottaða ferlinu árið 2022, sem er fjölbýlishús við Áshamar í Hafnarfirði.

Ashamar23

Þessi síða notar vafrakökur.