2022-2024

Nýjar Höfuðstöðvar Icelandair

Fyrir
Iceeignir
Hönnun
Arkitektar: Arkþing Nordic Burðarþol: Hanna Verk Lagnir: Ferill Rafmagn: Verkhönnun Brunahönnun: Mannvit/Cowi Lóð og landslag: Arkþing Nordic
Stærð
4.800m²
Afhending
2024

Fyrsti áfangi var uppsteypa nýrrar skrifstofubyggingar 4.800 m² að stærð á 3 hæðum sem steypt var við og umhverfis núverandi skrifstofu félagsins 3.250 m²  og þjálfunarsetur og flughermi ásamt greftri fyrir bílastæði.

Annar áfangi samanstendur af sérhannaðri utanhússklæðningu(Rafbrynjuð álstél m. burstaðri áferð) sem verður klædd á nýbygginguna, núverandi skrifstofubygginu ásamt flughermahúsnæðunum tveimur, ísetning álglugga og glerveggja (AddOn), hurða og þakglugga á annars vegar stálvirki og hins vegar á rifjabita og frágang þaks nýbyggingar.

Þriðji áfangi sem er stjórnunarsamningur er verkstýring og samræming allra tæknikerfa innanhúss ásamt tilboðsgerð, innkaup, samningagerð og móttaka aðfanga fyrir hönd verkkaupa fyrir allan innanhússfrágang.

Samhliða áfanga 2 og 3 verður gengið frá lóð og bílastæðum umhverfis bygginguna. Bílastæði verða tæplega 600. Lóðafrágangur kringum húsið verður samblanda af hraunhleðsluveggjum, gangstéttum og gróðurbeðum.

Allt frá upphafi hefur verið full starfsemi á þjálfun starfsfólks hjá Icelandair ásamt skrifstofufólki sem vinnur að því, einnig hefur mötuneytið verið starfrækt allan framkvæmdatímann. Þetta hefur kallað á bráðabirgðalausnir og hinar ýmsu tilfærslur til að halda starfsemi gangandi.

Þessi síða notar vafrakökur.