Nýr Landspítali
Fyrir |
Nýr Landspítali ohf. / Ríkiskaup |
Hönnun |
CORPUS: Hornsteinar, Basalt, LOTA verkfræðistofa, VSÓ Ráðgjöf, TRIVIUM ráðgjöf, NIRAS, De Jong Gortmaker Algra, Buro Happold, Reinertsen og Asplan Viak. |
Stærð |
70.000m² |
Afhending |
2024-2026 |
Meðferðarkjarni nýja Landspítalans er stærsta byggingin í uppbyggingu á svæðinu og mun gegna lykilhlutverki í starfsemi spítalans. Þar munu fara fram flóknar og vandasamar aðgerðir, greiningar og umönnun sjúklinga þar sem stuðst er við háþróaða tækni og sérhæfða þekkingu. Kröfur um aðbúnað eru sambærilegar og í nýjum sjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar.
Meðferðarkjarninn er hannaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga og annarra bygginga.
Sérstakar kröfur voru gerðar um öryggi byggingarinnar í jarðskjálftum og er óhætt að fullyrða að þarna sé að rísa ein traustasta bygging landsins, og þó víðar væri leitað.
Meðferðarkjarninn tengist öðrum starfseiningum spítalans með tengigöngum og tengibrúm.