2023

Skatturinn

Byggt fyrir
Höfðatorg og Eykt
Stærð
11.700 m², níu hæðir
Hönnun
PK arkitektar / Pálmar Kristmundsson
Byggt af
Eykt ehf.

Síðasta stórbyggingin við Höfðatorg er heimili Skattsins, sem fékk bygginguna afhenta 5. júní 2023 og flutti höfuðstöðvar sínar þangað í júlí það ár af Laugavegi 166 og öðrum starfsstöðvum víðvegar um borgina. Byggingin er einnig kölluð „Hús íslenskra ríkisfjármála“, en þar er einnig að finna Fjársýslu ríkisins á um 2.000 m².

Í byggingunni starfa um 460 manns. Móttaka er á jarðhæð, ásamt tengdum starfsstöðvum en efri hæðir eru hefðbundið skrifstofuhúsnæði, fundaherbergi, kaffistofur og mötuneyti. Byggingin er hluti Höfðatorgs og tengd öðrum byggingum torgsins bæði ofan- og neðanjarðar, en bíla- og hjólakjallari er undir öllum reitnum, ásamt tæknirýmum og öðru slíku.

Byggingin þarf að uppfylla margvíslegar öryggis- og tæknikröfur sem taka jafnt til tæknikerfa og starfsfólksins sjálfs. Þrátt fyrir þetta reis byggingin mjög hratt og liðu einugis tvö ár frá því að samningar voru undirritaðir þangað til hún var afhent nánast fullbúin. Með henni lýkur einnig uppbyggingu Höfðatorgs, öflugs og glæsilegs miðbæjarkjarna í hjarta Reykjavíkur, sem nú hýsir þúsundir vinnandi handa, fjölda íbúa og gesta, og setur mikinn svip á borgina.

Þessi síða notar vafrakökur.