Í síðustu viku fór fram árleg úttekt á stjórnkerfi Eyktar. Úttektina framkvæmdi alþjóðlega vottunarstofnunin BSI (British Standards Institution) og gekk hún mjög vel. Úttektarmenn fóru víða um starfsemina og skoðuðu hvernig við vinnum og fylgjum þeim stöðlum sem við vinnum eftir.

Af úttektinni hlaust mikill lærdómur sem nýtist okkur vel til að þróa og bæta kerfin okkar áfram. Óháðir úttektaraðilar færa okkur skýra og óhlutdræga sýn á verkferla og vinnubrögð og reglulegar úttektir sem þessar eru dýrmætt tækifæri til að styrkja vinnulagið, læra af reynslunni og efla fagmennsku á öllum sviðum.

Eykt hefur verið með ISO 9001 gæðavottun í þrjú ár en ISO 45001 öryggisvottun og ISO 14001 umhverfisvottun í tvö ár. Við erum stolt af því að hafa þessi kerfi vottuð og sjáum þau sem mikilvægan grunn til að tryggja gæði, öryggi og umhverfisvitund í allri okkar starfsemi.