Við hjá Eykt erum ótrúlega stolt af því að hafa hlotið okkar fyrstu Svansvottun fyrir fjölbýlishús að Áshamri 12–26 í Hafnarfirði. Um er að ræða sex fjölbýlishús, samtals rúmlega 18.000 m² og 154 íbúðir – sem jafnframt er langstærsta Svansvottaða byggingarverkefnið á Íslandi til þessa.

Byggðin við Áshamar er kynnt sérstaklega á vefnum ashamar12-26.is og þar er einnig að finna upplýsingar um þær íbúðir sem enn eru til sölu.

Þessi viðurkenning markar mikilvægan áfanga í sögu Eyktar og staðfestir leiðarljós okkar um að byggja með gæði, heilnæmi og sjálfbærni að leiðarljósi.

Við erum afar þakklát öllu okkar öfluga starfsfólki og samstarfsaðilum sem komu að þessu verkefni. Árangurinn sýnir hverju við getum áorkað saman þegar metnaður og gæði eru höfð að leiðarljósi.

Svansvottun Ásahverfis er aðeins upphafið. Við munum halda áfram að þróa verkefni okkar með sjálfbærni, heilsu og lífsgæði að leiðarljósi – og þannig leggja okkar af mörkum til betra og heilnæmara samfélags.

Svansvottun er opinber norræn umhverfisvottun sem gerir strangar kröfur til bygginga – bæði í hönnun, framkvæmd og notkun. Meðal atriða sem eru tryggð í Svansvottuðu húsi eru:

  • Heilnæmt inniloft – efnisval er vandað og skaðleg efni takmörkuð.
  • Rakavarnir – tryggja að byggingin sé örugg og varið gegn skemmdum.
  • Orkunýtni – húsin uppfylla ströng viðmið um orkunotkun.
  • Dagsbirtuhönnun – staðfest er að íbúðirnar fái næga náttúrulega birtu, sem hefur bein áhrif á heilsu, líðan og svefn.

Svansvottað húsnæði er því ekki aðeins umhverfisvænt val, heldur ekki síður gæðastimpill fyrir kaupendur sem tryggir að íbúðirnar séu hannaðar með langtímahagsmuni íbúa og umhverfisins í huga.

Svanurinn.is birtir tilkynningu um vottunina hér og fjallar ítarlega um hvað felst í Svansvottun bygginga.