Byggingarfélag námsmanna og Eykt ehf. hafa undirritað samning um byggingu á 56 námsmannaíbúðum á þremur hæðum. Íbúðirnar munu rísa við Klaustur- og Kapellustíg í Grafarholti í Reykjavík.
Um er að ræða 36 einstaklingsíbúðir og 20 tveggja herbergja íbúðir í fjórum húsum ásamt geymslu fyrir starfsemi byggingarfélagsins. íbúðirnar eru fjármagnaðar með stofnframlagi frá Reykjavíkurborg og Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun fyrir hönd ríkisins. Samningsupphæð nemur tæpum 1.200 milljónum króna en áætlaður heildarkostnaður við verkið er 1,5 milljarðar.
Aðalhönnuðir verksins eru Arkís arkitektar en samstarfsaðilar þeirra í verkefninu eru Víðsjá, Landhönnun, Lota og Mannvit.
Framkvæmdir eru hafnar og er gert ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar verði teknar í notkun í ágúst 2021 en verkinu verður að fullu lokið í júlí 2022.