Eykt leggur mikla áherslu á endurmenntun til að auka þekkingu og færni starfsfólks, fylgja þróun og þörfum byggingarmarkaðarins og efla þjónustu fyrirtækisins. Umfjallanir um raka og myglu í byggingum hafa verið mikið til umræðu undanfarin ár og viljum við hjá Eykt auka okkar þekkingu á því sviði til að koma í veg fyrir að slík vandarmál.

Björn Marteinsson fyrrum dósent í umhverfis- og byggingarverkfræðideild við Háskóla Íslands er fremsti sérfræðingur landsins í rakamálum og gæðum innvistar. Hélt námskeið um grunnatriði raka, byggingaraka (umfram raka á byggingartíma), rakahegðun byggingarefna og mæliaðferðir við rakamælingar.

Námskeið sem starfsfólk Eyktar sótti árið 2023:

Grunn atriði raka, byggingaraka, rakahegðun byggingarefna og mæliaðferðir við rakamælingar

Bluebeam fyrir byggingariðnaðinn

Ábyrgð byggingastjóra

3D laser skönnun – Byggingagreinar

Loftþéttleikamælingar húsa

Raki og mygla í húsum 1

Raki og mygla í húsum 2

Raki og mygla í húsum 3