Hafnarfjarðarbær og Eykt skrifuðu undir samning um hönnun og byggingu á nýjum skóla í Skarðshlíð.
Skólinn samanstendur af húsnæði fyrir tvo hliðstæða grunnskóla sem eru um 6.800m2, tónlistarskóla sem er um 480m2, leikskóla sem er um 760m2, og íþróttahús sem er um 870m2, samtals um 8.910m2.
Framkvæmdir byrja í ágúst og mun uppbygging eiga sér stað í þremur áföngum. Fullnaðarverklok eru 15. júní 2020.