Fyrsta skóflustunga að nýjum höfuðstöðvum Icelandair í Hafnarfirði var tekin 13. september 2022. Húsnæðið, sem verður 5.000 fermetra að stærð á þremur hæðum, mun tengjast núverandi húsnæði félagsins sem hýsir þjálfunarsetur og tæknideild.
Starfsfólk félagsins tók fyrstu skóflustungu og vakti ein skóflan mikla athygli sökum sérkennilegs útlits hennar, en hún er gerð úr flugvélaíhlutum þar sem sjálft blaðið er gert úr títaníum.
Eykt mun sjá um uppsteypu á húsnæðinu sem hefst nú þegar og er áætlað að verkinu verði lokið í september 2023.