Fyrsta skóflu­stunga að nýj­um höfuðstöðvum Icelanda­ir í Hafnar­f­irði var tek­in 13. september 2022. Hús­næðið, sem verður 5.000 fer­metra að stærð á þremur hæðum, mun tengj­ast nú­ver­andi hús­næði fé­lags­ins sem hýs­ir þjálf­un­ar­set­ur og tækni­deild.

Starfs­fólk fé­lags­ins tók fyrstu skóflu­stungu og vakti ein skófl­an mikla at­hygli sök­um sér­kenni­legs út­lits henn­ar, en hún er gerð úr flug­vélaíhlut­um þar sem sjálft blaðið er gert úr tít­an­íum.

Eykt mun sjá um uppsteypu á húsnæðinu sem hefst nú þegar og er áætlað að verkinu verði lokið í september 2023.

Jóhann Úlfarsson umsjónarmaður fasteigna og Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair munda skófluna.