Eykt skrifaði undir samning um byggingu að nýjum íbúðarhúsi í nýju hverfi í Gufunesi í Reykjavík. Framkvæmdir hefjast næstu daga og byggt verður upp í áföngum. Í fyrsta áfanga eru 45 íbúðir, 41 íbúð í öðrum áfanga og 51 íbúð í þeim þriðja.

Byggð þorpsins í Gufunesi er brotin upp í þriggja til fimm hæða þyrpingu íbúðarhúsa með alls 137 íbúðum. Um er að ræða 5 íbúðarhús, 3ja hæða í suðurhluta og 4ra hæða í vestur- og miðhluta og 5 hæða í austurhluta lóðarinnar.

Stefnt er að því að afhenda fyrstu íbúðirnar í maí á næsta ári og gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki vorið 2022.