2022-2024

Icelandair á Flugvöllum

Fyrir
Iceeignir
Arkitektar
Arkþing Nordic
Stærð
8.300m²
Burðarþol
Hanna verkfræðistofa
Lagnir, rafmagn, brunahönnun
Ferill, Verkhönnun og Mannvit/Cowi
Afhending
2024

Fyrsti áfangi fólst í uppsteypu nýrrar skrifstofubyggingar, 4.800 m² að stærð á þremur hæðum, sem var steypt við og umhverfis núverandi skrifstofu félagsins, 3.500 m², ásamt þjálfunarsetri, flughermi og greftri fyrir bílastæði.

 

Annar áfangi var sérhönnuð utanhússklæðning, rafbrynjuð álstél með burstaðri áferð, sem fóru utan á nýbygginguna, núverandi skrifstofubyggingu og flughermahúsin tvö. Þá fór fram ísetning álglugga og glerveggja, hurða og þakglugga, bæði á stálvirki og rifjabita, auk frágangs á þaki nýbyggingarinnar.

 

Þriðji áfangi fól í sér verkstýringu og samræmingu allra tæknikerfa
innanhúss, tilboðsgerð, innkaup, samningagerð og móttöku aðfanga fyrir hönd verkkaupa vegna alls innanhússfrágangs.

 

Samhliða öðrum og þriðja áfanga var gengið frá lóð og bílastæðum umhverfis bygginguna. Bílastæðin urðu tæplega 600 talsins. Lóðafrágangur í kringum húsið er blanda af hraunhleðsluveggjum, gangstéttum og gróðurbeðum.

 

Allt frá upphafi framkvæmda var full starfsemi við þjálfun starfsfólks Icelandair og skrifstofustarfsemi hélt áfram óslitið. Einnig var mötuneytið rekið nær allan framkvæmdatímann. Með fjölbreyttum bráðabirgðalausnum og tilfærslum tókst að tryggja óraskaða starfsemi og halda óþægindum starfsfólks í lágmarki.

Back

Þessi síða notar vafrakökur.