Eykt hefur hafið framkvæmd á byggingu á tveimur nýjum 220 kV tengivirkishúsum fyrir Landsnet hf. Verkið felst í jarðvinnu, byggingu og fullnaðarfrágangi.

Á lóð Landsnets við Rangárvelli á Akureyri, norðan við núverandi 132 kV tengivirkisbyggingu verður reist ný tengivirkisbygging og nýtt spennahús fyrir þrjá spenna og eina spólu. Tengivirkið á Hólasandi er staðsett á horni Kröflulínu 4, um 2 km norðan þjóðvegar nr. 87 yfir Hólasand ( Kísilvegur). Tengivirkið er á einni hæð sem inniheldur rofasal og þjónusturými. Áætlað er að verkinu ljúki í október 2021.