Þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði
Hlutverk Eyktar er að byggja vönduð mannvirki sem umgjörð um daglegt líf og atvinnurekstur. Við byggjum upp til framtíðar öflugt þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði, fylgjum þróun byggingarmarkaðarins og eflum þjónustu í markvissum skrefum.
Það má margt
læra á næstum
40 árum
Eykt ehf. er alhliða verktakafyrirtæki sem hefur skipað sér í fremstu röð slíkra fyrirtækja á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað sem sf. 1986 en breytt í ehf. árið 1992. Á þeim næstum 40 viðburðaríku árum sem liðin eru höfum við öðlast víðtæka reynslu af öllum gerðum verkefna – allt frá flóknum framkvæmdum í þrengslum miðborgarinnar að erfiðisvinnu við óblíðar aðstæður á fjöllum og í straumhörðum fjörðum. Við tökum virkan þátt í stærri útboðum en leggjum ekki síður áherslu á eigin þróunarverkefni.
Fyrstu árin var Eykt verktaki og undirverktaki í misstórum verkum. Með árunum fór hlutur eigin verkefna vaxandi og allt frá um 2000 hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á þróun stórra verkefna þar sem skipulag, hönnun, framkvæmd og eignarhald mynda órofa heild. Fyrsta stórverkefnið af þessu tagi er Höfðatorg í Reykjavík, sem hefur verið í þróun og uppbyggingu frá árinu 2001 og er umfangsmesta verkefni sinnar tegundar á Íslandi. Á Höfðatorgi er nú að rísa síðasta stórbyggingin í klasanum, sem mun hýsa nýjar höfuðstöðvar Ríkisskattstjóra.
Sérfræðingar í steinsteypu
Steinsteypa leynir á sér sem margslungið og vandmeðfarið byggingarefni. Við höfum í gegnum tíðina innleitt ýmsar nýjungar í uppsteypu og aðferðum, svo sem notkun á kúluplötum í gólf, sem eru mun léttari en hefðbundnar steyptar plötur og leyfa stærri súlulaus rými. Léttleiki og fágun göngubrúnna yfir Hringbraut náðist með sérlega vandaðri steypuvinnu, og sjónsteypa í Borgartúni 8-16 krafðist mikils af okkar mannskap. Eykt hlaut Steinsteypuverðlaunin fyrir brýrnar yfir Hringbraut 2010 og Nýja bíó/Grillmarkaðinn 2013.
Þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði
Traust starfsfólk með bestu fáanlegu kunnáttu á sínu svið er lykillinn að velgengni Eyktar. Við viljum vera eftirsóttur vinnustaður og halda starfsmannaveltu vel innan eðlilegra marka, hvort sem er meðal handverksfólks eða annarra sérfræðinga á þeim mörgu sviðum sem snerta starfsemina. Góður starfsandi, víðtæk reynsla og stuttar boðleiðir skila sér í vönduðu verki og skilvirkum vinnubrögðum.

kolgrafarfjordur
Þverun Kolgrafarfjarðar, 2004.

frett_mogilsa_bru1999
Vinna við göngubrúna yfir Mógilsá við Esjurætur var gjöf frá smiðunum okkar 1999.

91993d4c-02b5-4e82-ac76-9f5f402ca5d3_1364724
Höfuðstöðvar Icelandair.

Bolafjall
Vinnan á Bolafjalli hentaði ekki lofthræddum.

frett_grjothals_1995
Grjótháls 5 markaði tímamót hjá okkur árið 1995.

nyjabio3
Nýja bíó (2011) hlaut Steinsteypuverðlaunin 2013.

hjukrunarheimili_arborg6a
Hjúkrunarheimilið í Árborg er sérlega vistleg og vönduð bygging.
Gæði, öryggi, umhverfi og sanngirni
Rekstrarstefna Eyktar
Hér má sækja rekstrarstefnu Eyktar (pdf snið).
Jafnrétti og jöfn laun
Eykt greiðir sömu laun fyrir sömu vinnu, óháð kyni og uppruna. Hér er jafnréttistefna fyrirtækisins.
Rekstrarstjórnun
Rekstrarstjórnunarkerfið nær yfir gæða-, umhverfis-, öryggis- og heilsumál Eyktar
Skipulag
Hér er yfirlit yfir stjórnskipulag og verkaskiptingu stjórnenda Eyktar ehf.
Fyrir fjölmiðla
Merki Eyktar
Hér er hægt að sækja merki Eyktar í mismunandi útgáfum: