Eykt hefur tekið að sér smíði og uppsetningu útsýnispalls á Bolafjalli fyrir Bolungarvíkur-kaupstað. Útsýnispallurinn hangir utan í þverhníptum stórstuðluðum klettum á toppi Bolafjalls við fjarðarminni Ísafjarðardjúps, og mun slúta fram yfir brún Bolafjalls sem er 636 metra hátt fjall beint upp af Bolungarvík. Breidd pallsins er breytileg og tekur form sitt eftir formi fjallsins en pallurinn er 1,5 m þar sem hann er þrengstur. Fatarmál pallsins er um 160 m2 og er uppbyggingin þannig að stálgrind er fest í bjargið með 45° skástífum sem festar verða í bita og boltaðar neðar í bjargið.
Bygging útsýnispallsins byggir á hönnun tillögu Sei Arkitekta, Landmótunar og Argosar sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnunina en verkfræðiráðgjöf veitti S. Saga ehf.
Áætluð verklok eru 2022.