2005-2007

Göngubrýr yfir Hringbraut

Byggingarár
2005-2007
Verkkaupi
Vegagerð ríkisins
Hönnun
Studio Granda, Línuhönnun (nú Efla)

Göngubrýr og stígakerfi í grennd við Reykjavíkurflugvöll leysa samgönguleiðir gangandi og hjólandi vegfarenda. Lengsta brúin er um 169 m og svífur yfir friðland fugla í Vatnsmýri. Lengsta haf er 27,5 m en hæð yfirbyggingar er einungis um 70 cm. Göngubrú á Hringbraut við Landspítala er um 86 m löng og liggur yfir Hringbraut í nokkuð kröppum boga og mætir landi samsíða Hringbrautinni.

Brýrnar eru allar eftirspenntar, staðsteyptar brýr og eru hagkvæmar þar sem auðvelt var að koma fyrir hefðbundnum undirslætti þar sem ekki var verið að byggja yfir umferð. Form brúnna er nokkuð sérstakt, þær eru bognar í plani og hæð til að leysa stígakerfi og samgönguleiðir með sem bestum hætti. Steypa í brýrnar er úr ljósu sementi og ljósum fyllingarefnum til að fá eins létt og bjart yfirbragð og mögulegt er.

Göngubrýrnar hlutu Steinsteypuverðlaunin 2010 fyrir framúrskarandi arkitektúr, verkfræðilegar lausnir og handverk og verðlaun Vegagerðarinnar sem besta umferðarmannvirki áranna 2005-2007.

Þessi síða notar vafrakökur.